top of page

Meðferðir

Nudd:

 

Í nuddi blanda ég saman mismunandi nuddaðferðum og er hver tími sérsniðinn að þörfum og óskum nuddþegans. Leitast er við að losa um stífa vöðva og bólgur og örva blóðflæði um líkamann. 

Meðgöngunudd:

Í meðgöngunuddi, líkt og í hefðbundnu nuddi, er hver tími sérsniðinn að þörfum og óskum nuddþegans og leitast er við að losa um stífa vöðva og bólgur og örva blóðflæði um líkamann. Ég er með sérstakan meðgöngubekk þar sem konan getur legið á maganum. 

Nálastungur

 

Nálastungur eru hugsaðar sem tól til að leiðrétta ójafnvægi. Langvarandi ójafnvægi í líkamanum getur valdið ýmsum verkjum og kvillum. Nálar eru settar í ákveðna punkta á líkamanum, á brautum sem tengjast ákveðnum líffærum og hafa þannig áhrif á starfsemi líkamans. Punktarnir geta verið hvar sem er á líkamanum, en algengast er að stungið er í punkta á höndum og fótum. Með nálastungum er hægt að vinna á ýmsum kvillum, t.d. verkjum í líkamanum, höfuðverkjum, vandamálum tengdum blæðingum kvenna, meltingarvandamálum, svefnvandamálum og margt fleira. 

Svæðanudd

Svæðanudd er nudd á fótum, aðallega iljum. Hvert líffæri og öll starfsemi líkamans í heild hefur taugaenda í fótum og með því að nudda rétt svæði er hægt að hafa áhrif á þau líffæri og starfsemi sem átt er við og því hægt að hjálpa með ýmis vandamál.

Heitsteinanudd

Steinar hitaðir í 50-60°C og er bæði nuddað með þeim og þeir lagðir á líkamann. Hitinn vinnur vel á öllum bólgum og mýkir upp stífa vöðva. Heisteinanuddi er oft lýst sem mjög slakandi, áhrifaríkri og endurnærandi meðferð. Líka mjög gott við bjúg. 

Ilmkjarnaolíunudd (Aromatherapy)

Nuddað með ilmkjarnaolíublöndu sem er valin eftir óskum og þörfum nuddþegans. Ilmkjarnaolíur geta haft mjög sterk áhrif, t.d. slakandi, upplífgandi, verkjastillandi, bólgueyðandi o.fl. 

Alltaf er hægt um blanda saman tveim eða fleiri meðferðum í hverjum tíma. 

Umsagnir

 

"Ég hef frá því að ég var 16 ára eða í að verða 20 ár þjáðst af mikilli vöðvabólgu. S.l. 10 ár hef ég unnið mikið við tölvur og eyði því miklum tíma við þær. Undanfarin ár hef ég fengið svimaköst og var orðin verulega aum í öxlunum og mér fannst eins og ég væri marin allsstaðar, á og í kringum axlirnar, alveg uppí háls.

Eftir aðeins fimm tíma í nálastungu hjá Evu Rós fann ég mikin mun, reyndar fann ég mun strax eftir fyrstu tvo. Ég hef ekki fundið fyrir neinum svima, tilfinningin eins og ég sé marin er töluvert minni og að mestu horfin og ég er öll slakari í öxlunum. Eva fann einhvern punkt í bakinu á mér sem virtist hafa meiri áhrif á mig en mig grunaði, líklega fann ég minna fyrir verk í bakinu af því að axlirnar voru svo aumar, en þegar hún setti nálina í mjóbakið var eins og eitthvað stórkostlegt hefði losnað og ég á m.a. mun auðveldara með að sitja í langan tíma þegar ég vinn t.d. við tölvur.

Ég mæli hiklaust með nálastungu hjá Evu Rós. Fyrir utan kraftaverkið sem þetta hafði á mig líkamlega þá er viðmótið og þjónustulundin hjá Evu Rós einstaklega þægilegt og þú finnur fyrir algjörum slaka."

Ragnheiður Hilmarsdóttir

Ef þú vilt senda mér umsögn sem má birtast hér á síðunni getur þú sent mér hana á heilsunudd.evu@gmail.com

..

bottom of page