top of page

Vinnustaðanudd

Vinnustaðanudd er sífellt að verða vinsælla og hef ég boðið upp á nudd á

vinnustöðum síðan 2007. Þetta hefur verið vel sótt þar sem ég hef komið

og starfsfólk mjög þakklátt að fá þessa þjónustu á vinnustaðinn á vinnutíma. 

Nuddtíminn er hæfilega stuttur fyrir fólk á vinnutíma en þessi tími er vel nýttur

og oft hef ég heyrt frá fólki að það afkastar betur í vinnunni eftir nudd. 


Í vinnustaðanuddi er áhersla lögð á bak, herðar og háls. 

 

Ávinningur af vinnustaðanuddi er margþættur:
 

* Tímasparnaður fyrir starfsfólk að fá nudd á vinnustaðnum á vinnutíma.
* Höfuðverkur vegna streitu, álags og vöðvabólgu minnkar og jafnvel hverfur (gæti tekið nokkur skipti)
* Fólk verður meðvitaðara um rétta líkamsbeitingu við vinnu
* Fyrirbyggjandi og vinnur á vöðvabólgu sem er mörgum til ama daglega
* Dregur úr streitu
* Minni streita starfsmanna skapar betra andrúmsloft á vinnustaðnum

 

Vinnustaðurinn útvegar aðstöðu fyrir nuddið, t.d. lausa skrifstofu eða

fundarherbergi. Höfuðstuðningurinn sem ég tek með mér er lagður á borð

og setið er í stól við hann, svo borð og stóll (baklaus eða með lágu baki) þurfa líka

að vera til staðar.

 

Miðað er við að hver nuddtími er 15 mínútur. 

Bókunargjald er 15000 (fyrir einn dag) og greiðist við bókun. Svo kostar 15 mínútna nudd kr. 3900 á mann.

Mest tek ég 14 manns yfir daginn. 

 

Miðað er við að það sé bókað þétt og ef fólk mætir ekki í bókaðan tíma þarf samt að greiða fyrir tímann. 

Verðið miðast við að stakir dagar séu bókaðir. Ef um er að ræða reglulegt vinnustaðanudd hafið samband á netfangið heilsunudd.evu@gmail.com fyrir nánari upplýsingar.

Gildir fyrir allt höfuðborgarsvæðið.

Hægt er að bóka vinnustaðanudd utan höfuðborgarsvæðisins, en þá reiknast aukagjöld við ferðakostnað. 

 

 

 

 

 

 

     Umsagnir eftir vinnustaðanudd:

                Starfsfólk HR sendi mér umsagnir eftir fyrsta skiptið sem ég fór til þeirra:

 

Stúlkan er frábær nuddari og þetta var alveg frábært. Ég kýs þetta frekar en heilsumat eða jóga - Anna Steinunn, HR
Geggjað alveg æði, væri til í að fá þetta áfram. - Vilborg Jónudóttir, HR

Mér fannst þetta æði. Svona vont-gott. Yndislegt að fá smá „breik“ í vinnudaginn og slaka svona vel á. Bara frábært. Gæti alveg hugsað mér að fara aftur. - Áslaug Eiríksdóttir, HR

Þetta var tær snilld. Eva nuddari er þrælgóð, ég er miklu liðugri í hálsinum og vinn miklu hraðar eftir þetta. - Inga Lilja, HR
Ég var í nuddi hjá Evu og hún er ekkert smá góð. Ég hef nokkrum sinnum farið í nudd og ég verð að segja að Eva er mjög góð. Það verður algjör snilld að fá Evu til okkar reglulega. - Margrét Grétarsdóttir, HR.                                                         

Ég afkasta tvöfalt meira eftir nuddið í dag og skapið er miklu betra. - Jens, HR. 

Þetta var alveg geggjað. Mæli með þessu. - Harpa Lind Guðbrandsdóttir, HR
Frábært - maður er allur svo miklum mun mýkri í öllum hreyfingum við tölvuna. - Jóhanna B. Jóhannsdóttir, HR

* Ég get svarið fyrir það en ég bæði sá og hugsaði skýrar! Besta nudd sem ég hef fengið! - Stína, HR 

Já, þetta var bara alveg svakalega gott, með betri nuddum sem ég fengið. Hef samt fengið nudd m.a. í Japan og Thailandi sem eru jú fræg nuddlönd - þetta var alveg í svipuðum ef ekki betri klassa. - Haraldur Þorsteinsson MSc, HR.

Er endurnýjuð eftir nuddtímann. - Sigríður María Sverrisdóttir, HR

bottom of page