top of page
Eva Rós Sigurðardóttir

Heilsunuddari og nálastungutæknir

Um mig 

Eva Rós Sigurðardóttir

 

 

Ég lærði heilsunudd í Heilbrigðisskólanum í Fjölbrautarskólanum við Ármúla.

Verklegt nám fór fram í Nuddskóla Íslands frá hausti 2006 fram á vor 2008

og hef ég verið að nudda alveg síðan þá. Þar lærði ég klassískt nudd, svæðanudd,

sogæðanudd, vefjalosun, triggerpunkta, shiatzhu nudd, heildrænt nudd, íþróttanudd

og kinesology (hreyfifræði). Í náminu lærði ég einnig ilmolíufræði sem ég hef mikið notað

bæði í vinnu og daglegu lífi. 

Árið 2011 fór ég á námskeið í heitsteinanuddi og hef boðið upp á það síðan þá. 

2012 fékk ég diplóma í meðferðardáleiðslu eftir námskeið hjá  John Sellers og Dáleiðsluskóla Íslands. 

2014-2016 stundaði ég nám í kínverskri læknisfræði og nálastungum með kynningu á grasalækningum

í Skóla hinna fjögurra árstíða og hef boðið upp á nálastungur frá og með haustinu 2016.

Ég hef síðan þá tekið aukanámskeið í nálastungum í sambandi við kvenheilsu (blæðingar, frjósemi, breytingarskeið) og í andlitsmeðferð (cosmetic acupuncture).

Vorið 2017 fór ég á námskeið í ilmolíumeðferðinni AromaTouch sem dýpkaði þekkingu mína á ilmkjarnaolíum og notkun á þeim. 

Í júní 2017 fór ég á námskeið í Access Bars höfuðpunktameðferð sem hefur mjög slakandi og góð áhrif og virkar vel á streitu og kemur manni í betra jafnvægi. 

Ég hef alltaf haft áhuga á nuddi og nuddaði oft mína nánustu áður en ég vissi að þetta væri það sem mig langaði að læra og vinna við. Svo byrjaði ég loks í bóklega náminu 22 ára gömul eftir að hafa prófað ýmislegt annað og þá var ekki aftur snúið. 
Á mínum árum sem heilsunuddari eykst áhugi minn sífellt á því hvernig líkaminn virkar og alla áhrifaþættir á heilsu okkar og samspil huga og líkama vekur sérstakan áhuga hjá mér. 
Þegar ég byrjaði svo í nálastungunáminu og lærði kínverskri læknisfræði opnaðist nýr heimur fyrir mér og öðlaðist ég þar betri skilning á mörgu sem ég hef velt mér uppúr í gegnum tíðina. Ég er afar þakklát því að vera að vinna við það sem ég hef áhuga á. 
Mitt markmið með minni vinnu er að hjálpa fólki að komast í betra jafnvægi, bæði andlega og líkamlega - því það fylgist svo sannarlega að. 

bottom of page