top of page

Heildrænar meðferðir fyrir bætta heilsu og líðan

Hvað geta nudd og nálastungur gert fyrir þig og þína heilsu?

Eva Rós Sigurðardóttir
Heilsunudd og nálastungur

sími: 695 6296

netfang: evasig@evasig.is

Nudd hefur verið notað á einn eða annan hátt svo lengi sem menn muna til að vinna á verkjum og meinum og viðhalda góðri heilsu. Nudd losar um bólgur og spennu í líkamanum, örvar alla líkamsstarfsemi og hjálpar til við losun á úrgangsefnum og eykur súrefnisflutning til vöðva. 

Nálastungur eiga rætur sínar að rekja til austurlenskra lækninga langt aftur í tímann. Þær eru hugsaðar sem tól til að leiðrétta ójafnvægi. Þær gagnast vel við margs konar verkjum og kvillum og hafa einnig sterk áhrif á andlegt jafnvægi.

Bæði nudd og nálastungur eru góðar og áhrifaríkar meðferðir hvor um sig. En oft á tíðum getur gagnast vel að nota þessar tvær aðferðir saman. Ef þú ert að eiga við langvarandi verki, kvilla eða andleg vandamál á borð við kvíða eða streitu þá eru góðar líkur á að nudd og nálastungur geta hjálpað þér að komast í betra jafnvægi og við betri heilsu. 


 bottom of page