top of page
Um nálastungur

Nálastungur eru hluti af kínverskri læknisfræði og njóta nú vaxandi vinsælda út um allan heim. Nálastungumeðferð er heildræn meðferð sem miðaðst við að lækna og viðhalda heilbrigði manneskjunnar.

Hugur, líkami og sál er séð sem ein heild og einstaklingurinn er skoðaður, greindur og meðhöndlaður á þann hátt sem gagnast honum best. Þó svo að tveir einstaklingar með sömu einkenni komi í meðferð er ekki víst að þeir fái sömu meðhöndlun. 

Nálastungumeðferð er mjög góð fyrrbyggjandi meðferð. Sjúkdómar verða yfirleitt til á mjög löngum tíma. Með réttri greiningu er hægt að fyrirbyggja sjúkdóma með því að leiðrétta ójafnvægi áður en það verður að alvarlegum sjúkdómi. Þannig er ónæmiskerfið byggt upp og almenn líðan verður betri.  

Algengar spurningar og svör við þeim:

Er vont að fá nálastungur?
Notaðar eru hárfínar nálar, sem eru ekkert líkingu við t.d. sprautunálar. Sumir finna aðeins fyrir stungunni, aðrir finna ekki neitt. Þegar nálin hittir á nálastungupunktinn finna sumir smá straum í punktinum sem leiðir jafnvel aðeins út frá sér. En það varir bara í örskamma stund, yfirleitt finnur fólk ekkert fyrir nálunum á meðan þær eru í. 

Af hverju kemur fólk í nálastungur?

Það getur verið við öllu mögulegu. Það sem ég hef helst verið að meðhöndla er höfuðverkir, vöðvabólga, streita, kvíði, axlarverkir, kvillar á meðgöngu og undirbúningur fyrir fæðingu, orkuleysi, svimi, doði eða verkir í útlimum, fyrirtíðaspenna o.m.fl. Sjá nánar hvað hægt er að meðhöndla hér neðar á síðunni. 

Hversu margar nálar eru notaðar?

Í nálastungumeðferð er leitast við að nota sem fæstar nálar, 4-6 nálar er algengast en getur verið frá 2-10 í hvert skipti.  

Hvað er gert í tímanum?

Fyrsti tíminn byrjar á viðtali þar sem farið er yfir heilsufarssögu og almenna líðan. Ég finn púlsa, en í kínverskri læknisfræði er „hlustað“ á 12 púlsa, 6 á hvorri hendi og með því get ég greint hvar ójafnvægi er í orkubrautunum. Skoðuð er tunga, sem er einnig hluti af greiningu í kínverskri læknisfræði. Með heilsufarssögu, hlustun á púlsum, skoðun á tungu og almennri skoðun er gerð heildræn greining og viðeigandi meðferð ákveðin

Hvað þarf að koma í marga tíma?

Það er mjög misjafnt og einstaklingsbundið. Ef vandamálið hefur verið lengi til staðar getur tekið einhvern tíma að leiðrétta það. En ef það er nýtilkomið ætti það að taka styttri tíma og færri meðferðartíma. 

Hvar er stungið í líkamann?

Algengast er að nota punkta í höndum og fótum, en það eru punktar um allan líkamann sem eru notaðir eftir þörfum. 

Blæðir mikið?

Það blæðir yfirleitt ekki, en það getur komið smá blóðdropi þegar nálarnar eru teknar út ef nálin hefur farið í háræð. En það gerist sjaldan. 

 

Alþjóðaheilbrigðisstofnun (WHO) gaf út árið 1970 lista um kvilla og sjúkdóma sem nálastungur gagnast vel við. Þessi listi eru uppfærður á hverju ári og svona er hann í dag:

Augnsjúkdómar
Háls- nef- og eyrna sjúkdómar
Munnholdsbólga
Meltingarkvillar; magaverkir, há sýra í maga, bakflæði, þindarslit, meltingaróregla, niðurgangur og hægðatregða, ristilkrampi og uppþemba
Blæðingaróregla, verkir með blæðingum, fyrirtíðaspenna
Breytingaraldurseinkenni
Ófrjósemi
Vöðva- og stoðkerfasjúkdómar
Vefjagigt
Lungnasjúkdómar
Kvef, flensa
Asmi, berkjubólga
Lélegt ónæmiskerfi
Verkir eftir skurðaðgerðir
Sjúkdómar í þvagblöðru
Andleg vanlíðan, m.a. þunglyndi, streita og kvíði
Svefnleysi
Taugasjúkdómar
Höfuðverkir og mígreni
Síþreyta
Ofvirkni í börnum
Fíkn

bottom of page